Loftleiðir var stofnað 1944 og starfaði til 1973 er það var sameinað Flugfélagi Íslands svo úr varð Flugleiðir.


Alfreð Elíasson varð fljótt foringinn í félaginu og stýrði því af mikilli útsjónarsemi, kænsku og kjarki allt þar til hann veiktist alvarlega 1971.

Heimildarmyndir ehf. // Garðastræti 17 // 101 Reykjavík // Iceland // Sími +354 562 7064, +354 897 1984

Póstkort með mynd af Hótel Loftleiðum 1966.

FólkFolk.htmlFolk.htmlshapeimage_3_link_0

Forsíða

Fyrri verkFyrri_verk.htmlFyrri_verk.htmlshapeimage_7_link_0

Febrúar 2004

Hafði gengið með þá hugmynd í maganum í nokkurn tíma að gera mynd um Alfreð Elíasson og Loftleiðir. Fyrsta skrefið var að hafa samband við fjölskyldu Alfreðs og óska eftir leyfi og samstarfi. Ég taldi óvinnandi veg að gera mynd um Alfreð án samþykkis og samvinnu fjöslkyldu hans. Skrifaði bréf til Kristjönu Millu Thorsteinsson, ekkju Alfreðs, þar sagði meðal annars:


Helsta ástæða þess að mig langar til að gera sögu Alfreðs Elíassonar skil er sú að þegar ég og samstarfsmenn mínir unnum að þáttum um sögu 20. aldar sem sýndir voru í ríkissjónvarpinu fyrir rúmu ári gerðum við okkur ljóst að Alfreð var áhugaverður maður og Loftleiðasagan afar merkileg. Er ég kynnti mér ævisögu Alfreðs komst ég að því að hann var stórmenni í öllu tilliti. Saga Loftleiða er mjög dramatísk, uppgangur fyrirtækisins var ævintýri líkastur. Loftleiðir voru fyrsta lággjaldaflugfélag heims, áratugum á undan sinni samtíð. Baráttan sem þeir háðu fyrir tilvist sinni, innan lands og utan, við gríðarstór stamtök, ýmis flugmálayfirvöld og félög (IATA, SAS) er mjög áhugaverður kafli í viðskiptasögunni. Svo eru veikindi Alfreðs og sameiningin við Flugfélag Íslands sem Loftleiðamenn kölluðu „stuld aldarinnar” eins konar harmleikur. Hafa þau „viðskipti“ ekki hlotið sanngjarna umfjöllun að margra mati. Þannig kviknaði sú hugmynd að gera þætti um Alfreð og Loftleiðaævintýrið, rekja sögu þessa mikla frumkvöðuls og gera sögu Loftleiða verðug skil í vönduðum heimildarþáttum.“


Kristjana Milla tók mér vel og var mér innan handar við öflun efnis, gaf mér leyfi til að skanna úr fjölskyldualbúmum og fann kassa með 8mm myndum uppi á háalofti þar sem voru myndir af fjölskyldunni, aðallega frá sjöunda áratugnum.


Jakob. F. Ásgeirsson tók vel í samstarf um að gera myndina og setti saman staksteina úr Lofleiðasögu eftir bók hans um Alfreð, Alfreðs sögu og Lofleiða. Myndin er byggð á þeirri ágætu bók.


Næstu mánuðir fóru í að afla styrkja fyrir verkefnið, sendi bréf til margra fyrirtækja. undirtektir voru ágætar, nógu góðar til að hefjast handa. Rúnar Gunnarsson dagskrárstjóri RÚV lýsti yfir áhuga á að kaupa myndina. Gerði samning við RÚV í kjölfarið (þá var reyndar hugmyndin að gera eina 60 mín. mynd. Það reyndist vanáætlun, myndin endaði í 131 mínútu, þremur þáttum í sjónvarpi).


September 2004

Fór með Begga kvikmyndatökumanni flugsýninguna í Duxford á Englandi. Margir Loftleiðamenn voru með í för, þar á meðal Dagfinnur Stefánsson, Smári Karlsson, Magnús Guðmundsson og Kristjana Milla Thorsteinsson. Skipuleggjandi ferðarinnar var Gunnar Þorsteinsson, sá mikli Loftleiðamaður. Hinn bráðskemmtilegi Ómar Ragnarsson var fararstjóri. Við tókum nokkuð af kvikmyndum í ferðinni, en engin þeirra endaði í myndinni. Beggi fór í flugferð með De Haviland Rapide, en þær vélar voru notaðar á Íslandi af Flugfélagi Íslands.


Febrúar 2005

Tók kvikmyndir af New York úr þyrlu sem og af jörðu niðri af Rockefeller Plaza þar sem Loftleiðir höfðu skrifstofu. Hringdi í Millu og tilkynnti henni að tökur á myndinni væru formlega hafnar. Þessar myndir enduðu „á gólfi klippiherbergisins“ eins og sagt er um efni sem ekki er notað (notaði að jafnaði gamlar myndir ef kostur var á því).


2005 – 2007

Tók fjöldann allan af viðtölum við Lotleiðamenn og aðra sem tengdust Loftleiðum. Skráði niður í gagnagrunn viðtölin svo ég hefði góðan aðgang að efninu eftir leitarorðum, setti söguna saman, smám saman, á tímalínu. Varði nokkuð miklum tíma í Kanadakaflann. Þeir voru duglegir að taka ljósmyndir í skólanum þar. Fékk kvikmyndir frá Brian Johannesson syni Konna Johannessonar af skólanum og flugvélunum í Winnipeg. Meira að segja kvikmyndir af fyrstu flugvél Loftleiða. Það var ákaflega ánægjulegt að sjá þá kvikmynd. Var sagnfræðilegt skúbb, ekkert minna.


(Það sem hér fer á eftir setti ég inn á þessa heimasíðu eftir því sem verkinu vannst fram. Ég setti upp heimasíðuna um þetta leyti, þ.e. 2007.)


24. maí 2007

Verið er að vinna í kafla um átturnar og um leið í kafla um Stop over áætlunina, en aðal höfundur hennar var Sigurður Magnússon blaðafulltrúi.


20. júní 2007

Kafli um fargjaldastríðið á Atlantshafinu og litið um öxl á 25 ára afmæli félagsins.


28. júní 2007

Andinn í fyrirtækinu og Alfreð Elíasson, hvaða mann hann hafði að geyma og hvers vegna starfsfólk Loftleiða var jafn samhent og raun ber vitni. Margar skemmtilegar sögur af Alfreð Elíassyni sem draga upp áhugaverða mynd af honum.


12. júlí 2007

Skanna, skanna, skanna, skanna. Fékk heilmikið af ljósmyndum hjá Flugleiðum og hef setið sveittur við að skanna þær. Margar afar góðar ljósmyndir úr Loftleiðasögu. Tókum í síðustu viku upp viðtal við Smára Karlsson. Hann var skemmtilegur að vanda.


Ágúst 2007

Sameining flugfélaganna tveggja, Loftleiða og Flugfélags Íslands var umfangsmikið og umdeilt mál. Langur tími fór í að koma þeim kafla saman.


September 2007

Farið yfir það sem komið er, fínstillingar. Eitt tekið út, öðru bætt við.


15. Febrúar 2008

Farið yfir myndina og ljósmyndir afrispaðar og originalar settir í stað offline mynda.


Haust 2008

Lokafrágangur. Upphafsstef búið til og lokið við þriðja hluta. Original myndir settar inn í stað bráðabirgðamynda.


5. Desember 2008

Skoða myndir úr safni Agnars Kofoed Hansen sem varðveitt er á Kvikmyndasafni Íslands. Rak augun í glæsilegar óbirtar myndir af því þegar Jökull lenti á Reykjavíkurflugvelli 1951. Eru síðustu myndirnar á tímalínuna, komu í stað annarra ekki eins góðra.


29. desember 2008

Myndin tilbúin og sýnd þeim sem komu að gerð hennar.


6. maí 2009

Sérstök viðhafnarsýning á myndinni í Sambíóunum.


8. maí 2009

Frumsýning! Sambíóin í Kringlunni.


Nóvember 2009

Myndin kemur út á DVD.


Janúar 2010

Myndin tilnefnd til Edduverðlauna sem Heimildarmynd ársins 2009. Vann því miður ekki, en mikill heiður að fá tilnefningu.


Janúar og febrúar 2010

Myndin sýnd á RÚV í þremur hlutum.


Júní 2010

Viðhafnarsýning í Lúxemborg í samvinnu við Íslendingafélagið og Iceland Express.

Gerð myndarinnar í tímaröð

Eftir Sigurgeir Orra Sigurgeirsson

Frá tökum á heimildarmyndinni um Alfreð Elíasson og Loftleiðir.


Efst: Guðmundur Bergkvist kvikmyndatökumaður ásamt Júlíusi Jónassyni fyrrverandi leigubílstjóra og Jóni G. Guðbjörnssyni. Júlíus er æskuvinur Alfreðs Elíassonar úr Þingholtunum.


Miðja: Kristjana Milla Thorsteinsson og Jón G. Guðbjörnsson eigandi Dodge-bifreiðarinnar (árgerð 1940).


Neðst: Kristjana Milla sýnir hvernig hún bar sig að við akstur sem endaði með gírkassabroti.

Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loftleiða á skrifstofu sinni 1961.

Auglýsing sem birtist í blöðum í á útmánuðum 2005. Það efni sem barst í kjölfarið var ómetanlegt fyrir söguna; bæði ljósmyndir og kvikmyndir.

Myndin var tilnefnd til Eddu- verðlauna sem Heimildarmynd ársins 2009.

Velkomin á heimasíðu Heimildarmynda. Fyrirtækið lauk nýlega við gerð myndarinnar Alfreð Elíasson og Loftleiðir Icelandic. Sýnishorn úr myndinni er að finna á Youtube. Myndin er einnig komin á imdb.com.

Alfreð Elíasson við Geysi um það leyti er hann kom til landsins 1948.

Alfreð Elíasson mokar snjó ofan af björgunarvélinni sem festist á jöklinum þegar hún var notuð til að sækja áhöfn Geysis eftir að hann flaug á Bárðarbungu 1950.

Kristinn Olsen um það leyti sem hann var við flugnám í Kanada, eða 1942-3. Hann stofnaði Loftleiðir ásamt Alfreð og Sigurði Ólafssyni.

Fyrsta lágfargjaldaflugfélag heims

Þrýstið á myndina til að sjá greinina í fullri stærð. Þessi grein fylgir DVD útgáfu myndarinnar.

Hekla við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli.

DC-6 flugvélar á Reykjavíkurflugvelli 1962.

DC-8-63 á flugvellinum í Lúxemborg.

Alfreð Elíasson í hópi vina sinna, flugmanna Loftleiða.