Saga 20. aldar á Íslandi

3. þáttur. Í Stríð og friður 1940–1949 er fjallað um heimsstyrjöldina, hernám Íslands og afleiðingar þess. Atvinnuleysi hverfur og velmegun eykst en margar fjölskyldur missa ástvini í árásum þýskra drápsvéla. Íslendingar segja sig úr lögum við Dani og stofna lýðveldi. Stjórnmáladeilur eru hatrammar og ná hámarki með óeirðum á Austurvelli 30. mars 1949 er Alþingi samþykkir inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið.

2. þáttur. Í Átök við aldahvörf 1927–1940 er fjallað um deilur sem verða þegar Framsóknarflokkurinn, með Jónas Jónsson frá Hriflu í fararbroddi, kemst í ríkisstjórn og tekur að bæta hag dreifbýlis á kostnað þéttbýlis. Jón Þorláksson og aðrir íhaldsmenn stofna Sjálfstæðisflokkinn og berjast gegn þeirri þróun. Ný stefna, kommúnisminn, verður til og hrífur marga unga menn með sér í hugsjón um „alræði öreiganna“. Þúsund ára afmæli Alþingis er haldið hátíðlegt á Þingvöllum að viðstöddum Kristjáni konungi.

1. þáttur. Í Þjóðin vaknar 1901–1927 er fjallað um þróun þjóðarinnar frá örbirgð til bjargálna. Ár eru brúaðar, vegir lagðir og vélvæðing sveitanna hefst. Símasamband kemst á við útlönd og fallvötn eru virkjuð. Íslendingar berjast fyrir sjálfstæði og öðlast heimastjórn og fullveldi. Spænska veikin geysar og margir sjómenn farast í miklum stormi sem kallaður var Halaveðrið.

4. þáttur. Í Haftabúskapur og kalt stríð 1949–1959 er fjallað um þrengingarnar í kjölfar þensluára heimstyrjaldarinnar og kalda stríðið  sem háð var á flestum sviðum þjóðlífsins, þar sem Halldór Laxness var áberandi, en hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1955. Íslendingar eiga í þorskastríði við Breta og standa sig vel í íþróttum og fegurð á alþjóðavettvangi.

5. þáttur. Í Viðreisnarárin 1959–1971 er fjallað um mikinn uppgang íslensks þjóðfélags í kjölfar haftaáranna. Síldarævintýri á sér stað og ráðist er í miklar stóriðjuframkvæmdir. Ríkissjónvarp er stofnað og Lofleiðir verða eitt stærsta fyrirtæki landsins. Bítlaæði grípur um sig og eru Hljómar og Björgvin Halldórsson vinsælustu poppararnir. Harmur er kveðinn að þjóðinni er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ferst ásamt konu og barnabarni í eldsvoða á Þingvöllum.

8. þáttur. Í Þjóð í fremstu röð 1991–2000 er fjallað um miklar framfarir í efnahags- og atvinnumálum sem skipar Íslandi á bekk meðal fremstu þjóða heims. Helsti stjórnmálamaður áratugarins er Davíð Oddsson. Áföll dynja á þjóðinni; margir farast í snjóflóðum á Súðavík og Flateyri, mikið eldgos í Vatnajökli veldur hlaupi á skeiðarársandi og eyðileggur mörg mannvirki. Jarðskjálfti skekur suðurland. Björk Guðmundssdóttir söngkona verður heimsfræg og Vala Flosadóttir vinnur til verðlauna á Ólympíuleikum.

7. þáttur. Í Í leit að jafnvægi 1983–1991 er fjallað um tilraunir til að ná jafnvægi í efnahagsmálum landsins. Talsverð ólga er í stjórnmálum og ríkisstjórnarsamstarfi er slitið í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Albert Guðmundsson segir sig úr Sjálfstæðisflokknum og stofnar Borgaraflokkinn. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev funda um vopnamál í Höfða. Hólmfríður Karlsdóttir og Linda Pétursdóttir verða ungfrú heimur.

6. þáttur. Í ísland stækkar 1971–1983 er fjallað um baráttuna um fiskimiðin sem endar með fullum sigri er Bretar viðurkenna 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslendinga. Eldgos hefst við byggðina í Heimaey. Konur leggja niður vinnu á konudaginn og krefjast jafnréttis og Vigdís Finnbogadóttir er kjörinn forseti, fyrst kvenna. Geirfinns- og Guðmundarmál skekja þjóðfélagið. Miklar vinnudeilur einkenna tímabilið og eru verkföll afar tíð og stjórn efnahagsmála í molum.

„Metnaðarfyllstu yfirlitsþættir sem hér hafa verið gerðir.“

Jón Þ. Þór, Morgunblaðinu

Heimildarmyndir framleiddu 8 þætti um 20. öldina á Íslandi og voru þeir sýndir í Ríkissjónvarpinu 2002–2003. Hver þáttur er 45 mínútur að lengd.

Til bakaFyrri_verk.htmlshapeimage_1_link_0